Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2019 20:37 Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira