Líf og dauði í anddyri bókasafnsins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 20:00 Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“ Akureyri Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“
Akureyri Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira