Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:15 Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi. Vísir/Einar „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19
Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15
Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30