Brotum fjölgað á vinnumarkaði í tengslum við erlenda glæpahópa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:15 Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent