Vesturbærinn situr hljóður þegar kemur að kynþáttaníði Logi Pedro skrifar 15. júní 2019 10:00 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað mikið um ummæli Björgvins Stefánssonar og kynþáttaníð sem hann lét falla í beinni útsendingu á vefmiðlinum Haukar TV. Óþarfi er að hafa þau ummæli eftir honum en fyrir áhugasama er tiltölulega auðvelt að finna þau. Aganefnd KSÍ tók málið fyrir og dómur féll í síðustu viku - 5 leikja bann. Þetta mál allt saman er merkilegt og hægt er að rýna mikið í það, enda vakti þetta upp mikil viðbrögð. Það sem kemur undirrituðum þó helst á óvart í þessu máli eru viðbrögð Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sem og stuðningsmanna þeirra. KR fór fram á það að aganefnd KSÍ vísaði málinu frá og að leikmanninum yrði ekki gerð refsing. Eins áfrýjaði KR dómnum sem féll, en áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti hins vegar dóminn. Ummælin eru eins og þau eru og við erum að berja dauðan hest ef við ræðum þau frekar. Óafsakanlegt kynþáttaníð sett fram í misheppnaðri kímni. Eins er það skýrt samkvæmt reglum KSÍ að við broti þar sem kynþáttaníð kemur fram er refsing, að lágmarki, 5 leikja bann. En einhverja hluta vegna reyna KR-ingar hins vegar að komast hjá því að taka út refsingu, og Rúnar Kristinsson þjálfari félagsins talar alvarleika brotsins og hugsanlegar afleiðingar niður í viðtali við fjölmiðla nokkrum dögum eftir atvikið. Hann talar um fordæmi sem aganefnd KSÍ hefur sett. Eins tekur hann þá ákvörðun að spila leikmanninn í fyrsta leik eftir atvikið. Enginn skal efast um það að Rúnar Kristinsson er fínn náungi, fyrrum landsliðshetja og leiðtogi. Hann baðst afsökunar á ummælunum fyrir hönd félagsins, rétt eins og KR, en eftirfylgnin var þó önnur. Og þvílíkt sem þjálfara KR, sem og félaginu, fatast flugið í þessu máli. Umræðan um það hvernig KSÍ tæki á atvikinu fór einhverra hluta vegna að snúast um fordæmi sem aganefnd KSÍ hafði sett í fyrri dómum. Eins og það væri sjálfsagt að sleppa við refsingu á svona skýru broti, með tilliti til fyrri dóma. En verum skýr hérna: Allt tal um fordæmi aganefndar er þvættingur. Svona umbúðalaust kynþáttaníð hefur ekki komið fram síðustu ár í íslenskum fótbolta, og hvað þá dokúmenterað svona vel - orð fyrir orð á upptöku. Það sem hefði verið fínt í þessu blessaða máli, sem hefði mátt afgreiða á einni viku, væri að taka ábyrgð á þessum ummælum. En að tala brotið niður, fara fram á enga refsingu og áfrýja svo dómnum er versta mögulega vegferð sem KR gat lagt í. Eins vekur það furðu hversu litla gagnrýni stuðningsmenn KR hafa sett fram á sitt ástkæra félag. Hvernig getur það verið að allur vesturbærinn sofi og segi ekki neitt þegar að stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inkasso-deildin Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR áfrýjar banni Björgvins KR hefur áfrýjað leikbanninu sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku. 11. júní 2019 15:43 Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50 KR-ingar harma ummæli framherja félagsins KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem rasísk ummæli framherja félagsins, Björgvins Stefánssonar, eru hörmuð. 24. maí 2019 10:30 Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Rúnar Kristinsson ræddi mál málanna eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í kvöld. 25. maí 2019 21:03 Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað mikið um ummæli Björgvins Stefánssonar og kynþáttaníð sem hann lét falla í beinni útsendingu á vefmiðlinum Haukar TV. Óþarfi er að hafa þau ummæli eftir honum en fyrir áhugasama er tiltölulega auðvelt að finna þau. Aganefnd KSÍ tók málið fyrir og dómur féll í síðustu viku - 5 leikja bann. Þetta mál allt saman er merkilegt og hægt er að rýna mikið í það, enda vakti þetta upp mikil viðbrögð. Það sem kemur undirrituðum þó helst á óvart í þessu máli eru viðbrögð Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sem og stuðningsmanna þeirra. KR fór fram á það að aganefnd KSÍ vísaði málinu frá og að leikmanninum yrði ekki gerð refsing. Eins áfrýjaði KR dómnum sem féll, en áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti hins vegar dóminn. Ummælin eru eins og þau eru og við erum að berja dauðan hest ef við ræðum þau frekar. Óafsakanlegt kynþáttaníð sett fram í misheppnaðri kímni. Eins er það skýrt samkvæmt reglum KSÍ að við broti þar sem kynþáttaníð kemur fram er refsing, að lágmarki, 5 leikja bann. En einhverja hluta vegna reyna KR-ingar hins vegar að komast hjá því að taka út refsingu, og Rúnar Kristinsson þjálfari félagsins talar alvarleika brotsins og hugsanlegar afleiðingar niður í viðtali við fjölmiðla nokkrum dögum eftir atvikið. Hann talar um fordæmi sem aganefnd KSÍ hefur sett. Eins tekur hann þá ákvörðun að spila leikmanninn í fyrsta leik eftir atvikið. Enginn skal efast um það að Rúnar Kristinsson er fínn náungi, fyrrum landsliðshetja og leiðtogi. Hann baðst afsökunar á ummælunum fyrir hönd félagsins, rétt eins og KR, en eftirfylgnin var þó önnur. Og þvílíkt sem þjálfara KR, sem og félaginu, fatast flugið í þessu máli. Umræðan um það hvernig KSÍ tæki á atvikinu fór einhverra hluta vegna að snúast um fordæmi sem aganefnd KSÍ hafði sett í fyrri dómum. Eins og það væri sjálfsagt að sleppa við refsingu á svona skýru broti, með tilliti til fyrri dóma. En verum skýr hérna: Allt tal um fordæmi aganefndar er þvættingur. Svona umbúðalaust kynþáttaníð hefur ekki komið fram síðustu ár í íslenskum fótbolta, og hvað þá dokúmenterað svona vel - orð fyrir orð á upptöku. Það sem hefði verið fínt í þessu blessaða máli, sem hefði mátt afgreiða á einni viku, væri að taka ábyrgð á þessum ummælum. En að tala brotið niður, fara fram á enga refsingu og áfrýja svo dómnum er versta mögulega vegferð sem KR gat lagt í. Eins vekur það furðu hversu litla gagnrýni stuðningsmenn KR hafa sett fram á sitt ástkæra félag. Hvernig getur það verið að allur vesturbærinn sofi og segi ekki neitt þegar að stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu?
KR áfrýjar banni Björgvins KR hefur áfrýjað leikbanninu sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku. 11. júní 2019 15:43
Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50
KR-ingar harma ummæli framherja félagsins KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem rasísk ummæli framherja félagsins, Björgvins Stefánssonar, eru hörmuð. 24. maí 2019 10:30
Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Rúnar Kristinsson ræddi mál málanna eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í kvöld. 25. maí 2019 21:03
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar