Framfaraskref fyrir innflytjendur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun