Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni Pálmi Kormákur skrifar 14. júní 2019 10:15 Katla, Anna Svava og Laufey njóta sín í veðurblíðunni. Fréttablaðið/Stefán Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“ Neytendur Veður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“
Neytendur Veður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira