Forvarnir hefjast heima Sigríður Björnsdóttir skrifar 13. júní 2019 07:30 Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun