Logi ósáttur við frammistöðuna í Grikklandi: „Hryllingur að horfa á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 22:15 Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk gegn Grikkjum. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45
Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45
Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50