Logi ósáttur við frammistöðuna í Grikklandi: „Hryllingur að horfa á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 22:15 Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk gegn Grikkjum. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45
Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45
Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50