Hinir mögru pistlar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. júní 2019 17:00 Kolbrún Bergþórsdóttir kýs enn á ný að birta bull um ferðaþjónustu í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þó hefur allt sem hún segir þar um atvinnugreinina, sem hefur skilað stærstum hluta útflutningstekna þjóðarinnar og þar með staðið með beinum hætti undir bættum lífskjörum og auknum kaupmætti undanfarin ár, verið margoft og endanlega hrakið - bæði með beinum svörum við fyrri pistlum Kolbrúnar og með skýrum og greinargóðum staðreyndum í fjölmörgum greinum, viðtölum og umfjöllunum í fjölmiðlum, Fréttablaðinu þar á meðal. Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag. Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því. Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi. Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði. Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna. Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna. Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara. Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Tengdar fréttir Mögru árin Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir kýs enn á ný að birta bull um ferðaþjónustu í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þó hefur allt sem hún segir þar um atvinnugreinina, sem hefur skilað stærstum hluta útflutningstekna þjóðarinnar og þar með staðið með beinum hætti undir bættum lífskjörum og auknum kaupmætti undanfarin ár, verið margoft og endanlega hrakið - bæði með beinum svörum við fyrri pistlum Kolbrúnar og með skýrum og greinargóðum staðreyndum í fjölmörgum greinum, viðtölum og umfjöllunum í fjölmiðlum, Fréttablaðinu þar á meðal. Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag. Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því. Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi. Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði. Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna. Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna. Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara. Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mögru árin Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. 12. júní 2019 07:00
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar