Áhrifavaldar nota vettvang kjarnorkuslyssins í sjálfsmyndatökur: „Hámark óvirðingarinnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:38 Höfundur sjónvarpsþáttanna Chernobyl fann sig knúinn til að skamma áhrifavalda fyrir virðingarleysi. Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54
Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52