Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2019 06:15 Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira