Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 16:21 Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð. EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð.
EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18