Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 15:45 Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Mynd/Lögreglan í Noregi Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn. Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn.
Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28