Gefur lítið fyrir ummæli Carter Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 23:28 Carter hafði sagt kjör Trump ólögmætt Getty/NurPhoto Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefur lítið fyrir ummæli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Demókratans Jimmy Carter, um lögmæti kjörs Trump árið 2016. Fréttastofa AP greinir frá. Carter sem var forseti Bandaríkjanna frá 1976-1980, sagði á málstofu um mannréttindi á vegum Carter Center að full rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 myndi leiða í ljós að Donald Trump hefði í reynd náð kjöri vegna afskipta Rússa. Sjá einnig: Jimmy Carter efast um lögmæti kjörs TrumpVar hann þá spurður hvort efast mætti með réttu um lögmæti kjörs Bandaríkjaforseta og hvort kjör Trumps væri í reynd ólögmætt. Sagði Carter svo vera og sagðist hann standa við orð sín. Venjulegur talsmáti Demókrata Trump hafa orðið hissa á að heyra ummæli Carters en sagði þó að þessi skoðun væri venjuleg skoðun Demókrata og skaut á hinn 94 ára gamla Carter. „ Sjáðu til, hann er ágætis maður. Hann var hræðilegur forseti. Þetta er týpísk orðræða Demókrata, hann er trúr flokknum. Eins og allir ættu nú að skilja vann ég ekki vegna Rússa, heldur vegna mín,“ sagði Trump sem staddur er í Osaka vegna fundar G-20 ríkjanna. Ýjað hefur verið að því frá sigri Trump 2016 að Rússar hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna og áhrif Rússa hafi einnig haft neikvæð áhrif á framboð Hillary Clinton fyrir Demókrataflokkur. Engin haldbær sönnunargögn hafa þó fundist til þess að færa sönnur á þær aðdróttanir. „Hann hefur verið gagnrýndur oft og harðlega. Það er eins og fólk hafi gleymt að hann hafi verið forseti, ég skil af hverju. Hann var ekki góður forseti, sagði Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Jimmy Carter Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefur lítið fyrir ummæli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Demókratans Jimmy Carter, um lögmæti kjörs Trump árið 2016. Fréttastofa AP greinir frá. Carter sem var forseti Bandaríkjanna frá 1976-1980, sagði á málstofu um mannréttindi á vegum Carter Center að full rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 myndi leiða í ljós að Donald Trump hefði í reynd náð kjöri vegna afskipta Rússa. Sjá einnig: Jimmy Carter efast um lögmæti kjörs TrumpVar hann þá spurður hvort efast mætti með réttu um lögmæti kjörs Bandaríkjaforseta og hvort kjör Trumps væri í reynd ólögmætt. Sagði Carter svo vera og sagðist hann standa við orð sín. Venjulegur talsmáti Demókrata Trump hafa orðið hissa á að heyra ummæli Carters en sagði þó að þessi skoðun væri venjuleg skoðun Demókrata og skaut á hinn 94 ára gamla Carter. „ Sjáðu til, hann er ágætis maður. Hann var hræðilegur forseti. Þetta er týpísk orðræða Demókrata, hann er trúr flokknum. Eins og allir ættu nú að skilja vann ég ekki vegna Rússa, heldur vegna mín,“ sagði Trump sem staddur er í Osaka vegna fundar G-20 ríkjanna. Ýjað hefur verið að því frá sigri Trump 2016 að Rússar hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna og áhrif Rússa hafi einnig haft neikvæð áhrif á framboð Hillary Clinton fyrir Demókrataflokkur. Engin haldbær sönnunargögn hafa þó fundist til þess að færa sönnur á þær aðdróttanir. „Hann hefur verið gagnrýndur oft og harðlega. Það er eins og fólk hafi gleymt að hann hafi verið forseti, ég skil af hverju. Hann var ekki góður forseti, sagði Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Jimmy Carter Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira