Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2019 13:15 Herðubreið er gjarnan kölluð drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm „Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira