Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtargörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2019 22:00 Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“ Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“
Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira