Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:02 Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Vísir/GVA Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir í pistli á vefsíðu sinni að Morgunblaðið hafi hvergi rökstutt þá fullyrðingu í leiðara blaðsins í gær að með þriðja orkupakkanum sé verið að flytja aukin yfirráð yfir orkumálum Íslendinga til ESB. Björn segir að hafi einhver yfirráð á þessu sviði verið flutt frá Íslandi til Evrópusambandsins hafi það verið gert með aðildinni að EES-samningnum árið 1994 eða breytingu á raforkulögunum 2003. Björn segir að ákvæði sem þá hafi verið leidd í lög séu útfærð nánar með innleiðingu þriðja orkupakkans þar sem mælt sé fyrir um aukið sjálfstæði Orkustofnunar til að tryggja að markaðssjónarmið ráði á íslenskum orkumarkaði. Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Skrif Björns þykja athyglisverð fyrir þær sakir að hann og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins voru nánir bandamenn til áratuga á vettvangi stjórnmálanna og sátu saman í ríkisstjórn um árabil en þeir voru báðir kjörnir fyrst á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1991. Alþingi hefur ekki enn samþykkt þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann en síðari umræðu um tillöguna var frestað fram í ágúst eftir á annað hundruð klukkustunda málþóf þingmanna Miðflokksins. Bæði Liechtenstein og Noregur hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Beðið er eftir Íslandi svo gerðir pakkans öðlist gildi í EFTA/EES-ríkjunum þremur. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir í pistli á vefsíðu sinni að Morgunblaðið hafi hvergi rökstutt þá fullyrðingu í leiðara blaðsins í gær að með þriðja orkupakkanum sé verið að flytja aukin yfirráð yfir orkumálum Íslendinga til ESB. Björn segir að hafi einhver yfirráð á þessu sviði verið flutt frá Íslandi til Evrópusambandsins hafi það verið gert með aðildinni að EES-samningnum árið 1994 eða breytingu á raforkulögunum 2003. Björn segir að ákvæði sem þá hafi verið leidd í lög séu útfærð nánar með innleiðingu þriðja orkupakkans þar sem mælt sé fyrir um aukið sjálfstæði Orkustofnunar til að tryggja að markaðssjónarmið ráði á íslenskum orkumarkaði. Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Skrif Björns þykja athyglisverð fyrir þær sakir að hann og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins voru nánir bandamenn til áratuga á vettvangi stjórnmálanna og sátu saman í ríkisstjórn um árabil en þeir voru báðir kjörnir fyrst á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1991. Alþingi hefur ekki enn samþykkt þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann en síðari umræðu um tillöguna var frestað fram í ágúst eftir á annað hundruð klukkustunda málþóf þingmanna Miðflokksins. Bæði Liechtenstein og Noregur hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Beðið er eftir Íslandi svo gerðir pakkans öðlist gildi í EFTA/EES-ríkjunum þremur.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47
Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18
Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00