Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. júní 2019 15:36 Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun