Leituðu ekki nægilega víða eftir umsögnum um sálfræðinginn sem braut á barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 14:00 Sálfræðingurinn réð sig til borgarinnar í ágúst 2017. Fréttablaðið/GVA Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið. Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið.
Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15