Segir sveitarfélög þurfa að taka skýrt frumkvæði í þjónustu við fatlað fólk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:56 Ásmundur Einar segir sveitarfölug þurfi nýja hugsun og breytt vinnulag í málefnum fatlaðs fólks Fréttablaðið/Eyþór Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45
Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30