Ólafur Ragnar segir Trump fyndinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 11:28 Ólafur Ragnar virðist geta séð spaugilegu hliðina á tísti Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið. Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið.
Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira