Ólafur Ragnar segir Trump fyndinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 11:28 Ólafur Ragnar virðist geta séð spaugilegu hliðina á tísti Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið. Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið.
Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira