Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30