Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 14:38 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. Íslandspóstur „Nei, ég get nú ekki sagt það beint,“ segir Birgir Jónsson sem tók við starfi forstjóra Íslandspósts fyrir þremur vikum þegar hann var spurður hvort fjármálaráðherra hefði viðrað hugmyndir sínar um sölu á rekstri Íslandspósts þegar búið væri að koma fjárhag fyrirtækisins í rétt horf.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Birgir segir í samtali við fréttastofu ekki vera í beinu sambandi við fjármálaráðherra, hann hafi einfaldlega verið ráðinn af stjórn Íslandspósts. „Ég hef ekki einu sinni hitt hann,“ bætir Birgir við. Inntur eftir viðbrögðum hins nýja forstjóra vegna mögulegrar sölu á rekstrinum segist Birgir ekki hafa miklar skoðanir á eignarhaldi Íslandspósts. „Ég hef enga skoðun á því hver á þetta fyrirtæki, það er alltaf það sama í öllum rekstri; ef þú ert með ánægða viðskiptavini og skilar arði, það er mitt starf,“ útskýrir Birgir.Fyrirtækið hafi blandast stjórnmálunum um of „Mér finnst einhvern veginn fyrirtækið sjálft hafa blandað ofboðslega mikið inn í pólitísk mál. Eins og ég kem inn í þetta, ég er náttúrulega bara fagstjórnandi, ég er atvinnustjórnandi þannig að ég hef engan pólitískan bakgrunn eða tengingar. Ég er bara ráðinn hingað til þess að leiðrétta reksturinn og snúa honum við“. Í samtali við fréttablaðið sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangri sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn. Í sama viðtali kvaðst fjármálaráðherra ekki hafa náð að fara yfir úttekt ríkisendurskoðunar á rekstri Íslandspósts sem var birt í gær. Birgir segir í samtali við fréttastofu nota úttektina sem ákveðinn leiðarvísi fyrir endurskipulagningu fyrirtækisins. Það sé gríðarlega mikilvægt að hafa fengið hana í hendurnar því tillögur ríkisendurskoðanda til umbóta falli vel að hans eigin.Sjá nánar: Upplifir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Hann segir að hans helsta keppikefli sé að koma rekstri Íslandspósts í rétt horf og helst þannig að ekkert þyki gagnrýnivert. „Hann sé þá með þeim hætti að það sé ekkert hægt að gagnrýna hann út af einhverri yfirbyggingu, kostnaði, bruðli, forstjórabílum eða hvað það er,“ segir Birgir sem ítrekar að hann hafi ekki miklar skoðanir á eignarhaldinu. Ímynd fólks sú að verið sé að moka í botnlausa hít „Enga sko, það er alltaf bara sama markmiðið, það er bara að vera með eins flottan rekstur og hagkvæman og ef ríkið vill selja hann þá bara að við fáum nógu mikið fé fyrir það af því reksturinn er góður.“ Hann segir að það sé mikilvægt að gera breytingar því hans tilfinning sé sú að ímynd fólks sé sú að verið sé að moka í botlausa hít. „Mín nálgun á þetta, þetta er bara reikningsdæmi og ef ríkið vill halda úti þessari þjónustu, þessari grunnþjónustu í öllum löndum; að það sé einhvers konar póstþjónusta á milli íbúa þá kostar það eitthvað og það þarf auðvitað bara að reikna það út hvað það er og svo fer það bara í eitthvað útboð, það eru bara einhverjir aðilar sem geta bara framkvæmt þá þjónustu.“ Alþingi Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
„Nei, ég get nú ekki sagt það beint,“ segir Birgir Jónsson sem tók við starfi forstjóra Íslandspósts fyrir þremur vikum þegar hann var spurður hvort fjármálaráðherra hefði viðrað hugmyndir sínar um sölu á rekstri Íslandspósts þegar búið væri að koma fjárhag fyrirtækisins í rétt horf.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Birgir segir í samtali við fréttastofu ekki vera í beinu sambandi við fjármálaráðherra, hann hafi einfaldlega verið ráðinn af stjórn Íslandspósts. „Ég hef ekki einu sinni hitt hann,“ bætir Birgir við. Inntur eftir viðbrögðum hins nýja forstjóra vegna mögulegrar sölu á rekstrinum segist Birgir ekki hafa miklar skoðanir á eignarhaldi Íslandspósts. „Ég hef enga skoðun á því hver á þetta fyrirtæki, það er alltaf það sama í öllum rekstri; ef þú ert með ánægða viðskiptavini og skilar arði, það er mitt starf,“ útskýrir Birgir.Fyrirtækið hafi blandast stjórnmálunum um of „Mér finnst einhvern veginn fyrirtækið sjálft hafa blandað ofboðslega mikið inn í pólitísk mál. Eins og ég kem inn í þetta, ég er náttúrulega bara fagstjórnandi, ég er atvinnustjórnandi þannig að ég hef engan pólitískan bakgrunn eða tengingar. Ég er bara ráðinn hingað til þess að leiðrétta reksturinn og snúa honum við“. Í samtali við fréttablaðið sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangri sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn. Í sama viðtali kvaðst fjármálaráðherra ekki hafa náð að fara yfir úttekt ríkisendurskoðunar á rekstri Íslandspósts sem var birt í gær. Birgir segir í samtali við fréttastofu nota úttektina sem ákveðinn leiðarvísi fyrir endurskipulagningu fyrirtækisins. Það sé gríðarlega mikilvægt að hafa fengið hana í hendurnar því tillögur ríkisendurskoðanda til umbóta falli vel að hans eigin.Sjá nánar: Upplifir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Hann segir að hans helsta keppikefli sé að koma rekstri Íslandspósts í rétt horf og helst þannig að ekkert þyki gagnrýnivert. „Hann sé þá með þeim hætti að það sé ekkert hægt að gagnrýna hann út af einhverri yfirbyggingu, kostnaði, bruðli, forstjórabílum eða hvað það er,“ segir Birgir sem ítrekar að hann hafi ekki miklar skoðanir á eignarhaldinu. Ímynd fólks sú að verið sé að moka í botnlausa hít „Enga sko, það er alltaf bara sama markmiðið, það er bara að vera með eins flottan rekstur og hagkvæman og ef ríkið vill selja hann þá bara að við fáum nógu mikið fé fyrir það af því reksturinn er góður.“ Hann segir að það sé mikilvægt að gera breytingar því hans tilfinning sé sú að ímynd fólks sé sú að verið sé að moka í botlausa hít. „Mín nálgun á þetta, þetta er bara reikningsdæmi og ef ríkið vill halda úti þessari þjónustu, þessari grunnþjónustu í öllum löndum; að það sé einhvers konar póstþjónusta á milli íbúa þá kostar það eitthvað og það þarf auðvitað bara að reikna það út hvað það er og svo fer það bara í eitthvað útboð, það eru bara einhverjir aðilar sem geta bara framkvæmt þá þjónustu.“
Alþingi Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00