Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:23 Kona klædd eins og þerna úr sjónvarpsþáttunum Saga þernunnar mótmælir þungunarrofsfrumvarpi fyrir utan ríkisþinghúsið Alabama. Ekki er ljóst hvort að ákæran um að ákæra Jones tengist strangari þungunarrofslögum í ríkinu. Vísir/EPA Ákærudómstóll í Alabama í Bandaríkjunum gaf út ákæru fyrir manndráp á hendur 27 ára gamalli konu sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann. Mál á hendur konunni sem skaut hana var fellt niður. Marshae Jones var komin fimm mánuði á leið þegar hún lenti í rifrildi við aðra konu fyrir utan lágvöruverðsverslun í Birmingham í desember. Lögreglan segir að rifrildið hafi snúist um barnsföður hennar. Því lauk með því að Ebony Jemison, 23 ára gömul kona, skaut Jones í magann. Jones lifði af en fóstrið ekki, að sögn Washington Post. Engin ákæra var gefin út á hendur Jemison sem var upphaflega sökuð um manndráp. Lögreglan hélt því fram að Jones hafi átt upptökin að rifrildinu. Jemison hafi skotið Jones í sjálfsvörn. Fóstrið væri eina raunverulega fórnarlambið í málinu. „Það var móðir barnsins [svo] sem hóf og hélt rifrildinu áfram sem leiddi til dauða ófædds barns hennar,“ sagði Danny Reid, liðsforingi í lögreglunni við staðarfréttasíðuna AL.com.An Alabama woman who was shot in the stomach while pregnant has been indicted and charged with manslaughter for the death of the fetus. Charges against the shooter have been dismissed. https://t.co/YI0fiTHI5j pic.twitter.com/4Q9QbTBq4Q— AL.com (@aldotcom) June 27, 2019 Nú hefur Jones verið ákærð fyrir manndráp og verður fangelsuð nema hún greiði 50.000 dollara í tryggingu, rúmar 6,2 milljónir íslenskra króna. Reid heldur því fram að fóstrið hafi verið dregið óviljandi inn í rifrildið og að það hafi verið á ábyrgð móður þess að verja það. Mál Jones hefur vakið reiði samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs. Ríkisþing Alabama samþykkti nýlega afturhaldssömustu þungunarrofslög Bandaríkjanna. Samtökin telja að lögin geti haft áhrif á önnur sakamál sem tengjast ekki þungunarrofi. Amanda Reyes, framkvæmdastjóri Yellowhammer-sjóðsins, segir að Alabama-ríki sýni með ákærunni að það líti svo á að eina hlutverk óléttra kvenna sé að eignast lifandi barn og að allt sem hún kynni að gera sem gæti komið í veg fyrir það sé glæpsamlegt. „Á morgun verður það önnur svört kona, kannski fyrir að fá sér drykk á meðan hún er ólétt. Og eftir það, önnur, fyrir að fá ekki viðunandi meðgöngumeðferð,“ segir Reyes. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Ákærudómstóll í Alabama í Bandaríkjunum gaf út ákæru fyrir manndráp á hendur 27 ára gamalli konu sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann. Mál á hendur konunni sem skaut hana var fellt niður. Marshae Jones var komin fimm mánuði á leið þegar hún lenti í rifrildi við aðra konu fyrir utan lágvöruverðsverslun í Birmingham í desember. Lögreglan segir að rifrildið hafi snúist um barnsföður hennar. Því lauk með því að Ebony Jemison, 23 ára gömul kona, skaut Jones í magann. Jones lifði af en fóstrið ekki, að sögn Washington Post. Engin ákæra var gefin út á hendur Jemison sem var upphaflega sökuð um manndráp. Lögreglan hélt því fram að Jones hafi átt upptökin að rifrildinu. Jemison hafi skotið Jones í sjálfsvörn. Fóstrið væri eina raunverulega fórnarlambið í málinu. „Það var móðir barnsins [svo] sem hóf og hélt rifrildinu áfram sem leiddi til dauða ófædds barns hennar,“ sagði Danny Reid, liðsforingi í lögreglunni við staðarfréttasíðuna AL.com.An Alabama woman who was shot in the stomach while pregnant has been indicted and charged with manslaughter for the death of the fetus. Charges against the shooter have been dismissed. https://t.co/YI0fiTHI5j pic.twitter.com/4Q9QbTBq4Q— AL.com (@aldotcom) June 27, 2019 Nú hefur Jones verið ákærð fyrir manndráp og verður fangelsuð nema hún greiði 50.000 dollara í tryggingu, rúmar 6,2 milljónir íslenskra króna. Reid heldur því fram að fóstrið hafi verið dregið óviljandi inn í rifrildið og að það hafi verið á ábyrgð móður þess að verja það. Mál Jones hefur vakið reiði samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs. Ríkisþing Alabama samþykkti nýlega afturhaldssömustu þungunarrofslög Bandaríkjanna. Samtökin telja að lögin geti haft áhrif á önnur sakamál sem tengjast ekki þungunarrofi. Amanda Reyes, framkvæmdastjóri Yellowhammer-sjóðsins, segir að Alabama-ríki sýni með ákærunni að það líti svo á að eina hlutverk óléttra kvenna sé að eignast lifandi barn og að allt sem hún kynni að gera sem gæti komið í veg fyrir það sé glæpsamlegt. „Á morgun verður það önnur svört kona, kannski fyrir að fá sér drykk á meðan hún er ólétt. Og eftir það, önnur, fyrir að fá ekki viðunandi meðgöngumeðferð,“ segir Reyes.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00