Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 08:24 Cory Booker (t.v.), Elizabeth Warren (f.m.) og Beto O'Rourke á kappræðusviðinu í gærkvöldi. AP/Wilfredo Lee Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent