Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Ari Brynjólfsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulagsstofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgarráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fermetra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fermetra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfisstofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipulagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosningu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbúakosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir deiliskipulagið ekki ganga á Elliðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðrinum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05