Handbolti

Frammistaða Bjarka í Höllinni skilaði honum sæti í úrvalsliði undankeppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson var frábær í lokaleiknum í undankeppni EM 2020.
Bjarki Már Elísson var frábær í lokaleiknum í undankeppni EM 2020. Vísir/Andri Marinó
Bjarki Már Elísson átti frábæran seinni hálfleik þegar Ísland vann sannfærandi sigur á Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020.

Þessi frábæra frammistaða íslenska vinstra hornamannsins skilaði honum sæti í úrvalsliði undankeppni EM 2020 en það var birt á Twitter-síðu keppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan.





Bjarki Már sat á bekknum í fyrri hálfleik en fékk tækifæri frá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í þeim síðari og nýtti það afar vel.

Bjarki skoraði ellefu mörk og var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

Það er ljóst að við Íslendingar erum vel staddir þegar kemur að vinstri hornamönnum því Guðjón Valur Sigurðsson byrjaði þennan leik og Stefan Rafn Sigurmannsson komst ekki í hópinn.

Bjarki Már Elísson sýndi líka og sannaði hvað leikmann TBV Lemgo er að fá og hvaða leikmann Füchse Berlin er missa. Bjarki hefur spilað sinn síðasta leik með Füchse Berlin en hann hefur samið við Lemgo og spilar með því gamla Íslendingaliði á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×