Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 12:14 Loftslagsmótmælendur við ríkisþinghúsið í Salem. Reiði þeirra beinist nú ekki aðeins að repúblikönum heldur einnig að demókrötum fyrir að lúffa fyrir þeim. AP/Sarah Zimmerman Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25