Furðuveröld sendiherrans Stefán Pálsson skrifar 26. júní 2019 08:00 Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun