Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. júní 2019 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar