Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 20:30 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira