Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 15:00 Ryan Dillon, lengst til vinstri, ásamt ferðafélögunum, á Íslandi. Mynd/Ryan Dillon. Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér. Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér.
Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira