Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:16 Áfengi er þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap í sól og hita eins og verður á meginlandinu næstu daga. Vísir Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39