Ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 12:30 Erlingur Richardsson og Guðmundur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty og Andri Marinó Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár EM 2020 í handbolta Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár
EM 2020 í handbolta Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira