Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2019 14:53 Bitunum fjölgaði ekki eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri. Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri.
Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00