Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 23:00 Eins og sjást má er Aðalheiður sundurbitin. Facebook/Aðalheiður Ámundadóttir Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum. Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum.
Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53