Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 12:18 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn flokksins ósátta með ritstjórnarskrif Davíðs Oddsonar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.Ólga hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins og hefur Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður, verið óvæginn í garð forrystunar í ritstjórnarskrifum. Þá hefur nokkuð verið um úrsagnir þekktra Sjálfstæðismanna.Meðal þeirra eru Bolli Kristinsson, sem hefur verið kenndur við verslunina Sautján og lengi verið bakhjarl flokksins. Rætt hefur verið um fjöldaúrsagnir á samfélagsmiðlum en flokkurinn hefur ekki veitt nánari upplýsingar um tölur. Í Bítinu í vikunni spáði Bolli Kristinsson fylgishruni í næstu kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega á villigötum með núverandi forrystu og hefur minnkað fylgið á tíu til tólf árum úr ca. 36 prósentum. Ég myndi halda, ef það yrði kosið í dag, að þá færum við niður í 15-18%," sagði Bolli. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi málið í Sprengisandi í morgun. Hann sagði að það hefði legið ljóst fyrir um langa hríð að orkupakkinn yrði umdeildur innan flokksins. „Niðurstaðan hins vegar, bæði við ríkisstjórnarborðið og í þingfloki, var að það væri ekki neitt í þessu máli sem kallaði á þessi hörðu viðbrögð," segir Birgir.Það þótti sæta tíðindum þegar Bjarni Benediktsson ákvað að birta afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki í Morgunblaðinu.vísir/vilhelmÞingmenn flokksins telji gagnrýni Davíðs Oddssonar ekki réttmæta með öllu. „Við höfum oft verið, við sem erum þingsins megin í þessum efnum, ósáttir við hvernig málin hafa verið sett fram af hálfu ritstjóra Morgunblaðsins í ritstjórnarskrifum og teljum að það sé verið að magna upp áhyggjur af þáttum sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af," segir Birgir. Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson formaður birti grein í tilefni níutíu ára afmælis flokksin í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu. „Auðvitað er það þannig að pirringur getur virkað í báðar áttir. Í aðdragandanum höfðu komið fram í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins mjög miklar árásir á forrystu flokksins. Gagnrýni Davíðs Oddssonar reynist mörgum sérstaklega erfið. „Það gerir þetta mál svona erfitt tilfinningalega fyrir marga flokksmenn," segir Birgir. Hann segist þó ekki eiga von á uppgjöri innan flokksins vegna málsins. „Ekki uppgjör í þeim skilningi að við séum að sjá menn labba hver í sína áttina, skella hurðum og þess háttar. Ég hef ekki trú á því." Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með Sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma. „Menn hafa grafið sig svolítið djúpt í skotgrafirnar þannig ég held það verði ekkert áhlaupaverk. Hins vegar held ég að það sé vel gerlegt," segir Birgir. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.Ólga hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins og hefur Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður, verið óvæginn í garð forrystunar í ritstjórnarskrifum. Þá hefur nokkuð verið um úrsagnir þekktra Sjálfstæðismanna.Meðal þeirra eru Bolli Kristinsson, sem hefur verið kenndur við verslunina Sautján og lengi verið bakhjarl flokksins. Rætt hefur verið um fjöldaúrsagnir á samfélagsmiðlum en flokkurinn hefur ekki veitt nánari upplýsingar um tölur. Í Bítinu í vikunni spáði Bolli Kristinsson fylgishruni í næstu kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega á villigötum með núverandi forrystu og hefur minnkað fylgið á tíu til tólf árum úr ca. 36 prósentum. Ég myndi halda, ef það yrði kosið í dag, að þá færum við niður í 15-18%," sagði Bolli. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi málið í Sprengisandi í morgun. Hann sagði að það hefði legið ljóst fyrir um langa hríð að orkupakkinn yrði umdeildur innan flokksins. „Niðurstaðan hins vegar, bæði við ríkisstjórnarborðið og í þingfloki, var að það væri ekki neitt í þessu máli sem kallaði á þessi hörðu viðbrögð," segir Birgir.Það þótti sæta tíðindum þegar Bjarni Benediktsson ákvað að birta afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki í Morgunblaðinu.vísir/vilhelmÞingmenn flokksins telji gagnrýni Davíðs Oddssonar ekki réttmæta með öllu. „Við höfum oft verið, við sem erum þingsins megin í þessum efnum, ósáttir við hvernig málin hafa verið sett fram af hálfu ritstjóra Morgunblaðsins í ritstjórnarskrifum og teljum að það sé verið að magna upp áhyggjur af þáttum sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af," segir Birgir. Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson formaður birti grein í tilefni níutíu ára afmælis flokksin í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu. „Auðvitað er það þannig að pirringur getur virkað í báðar áttir. Í aðdragandanum höfðu komið fram í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins mjög miklar árásir á forrystu flokksins. Gagnrýni Davíðs Oddssonar reynist mörgum sérstaklega erfið. „Það gerir þetta mál svona erfitt tilfinningalega fyrir marga flokksmenn," segir Birgir. Hann segist þó ekki eiga von á uppgjöri innan flokksins vegna málsins. „Ekki uppgjör í þeim skilningi að við séum að sjá menn labba hver í sína áttina, skella hurðum og þess háttar. Ég hef ekki trú á því." Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með Sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma. „Menn hafa grafið sig svolítið djúpt í skotgrafirnar þannig ég held það verði ekkert áhlaupaverk. Hins vegar held ég að það sé vel gerlegt," segir Birgir.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent