Fótbolti

Vill frekar vinna Meistaradeildina en Ballon d'Or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í landsleik með Frökkum á dögunum.
Mbappe í landsleik með Frökkum á dögunum. vísir/getty
Kylian Mbappe, leikmaður PSG og franska landsliðsins, setur stefnuna frekar á verðlaun með liðum sínum í stað þess að vinna til einstaklingsverðlauna.

Mbappe hefur verið nefndur til sögunnar sem einn af þeim sem kemur til greina til þess að vinna Ballon d'Or en hann segist frekar vera til í að vinna Meistaradeildina.

„Það mikilvægasta er að vinna Meistaradeildina því þú getur unnið Ballon d'Or en samt ekki skrifað þig í sögubækurnar,“ sagði Mbappe við ESPN.







„Þú spilar með tíu leikmönnum svo þú spilar ekki aleinn. Ef þú værir að spila tennis, þá myndi ég segja Ballon d'Or því þá spilaru einn.“

„Fótbolti er íþrótt þar sem þú spilar með liðinu og ef þú vilt vinna Ballon d'Or held ég að þú þurfir að vinna Meistaradeildina. Þú getur ekki unnið Ballon d'Or án Meistaradeildarinnar.“

„Það er því það mikilvægasta. Ég vil vinna Meistaradeildina fyrst. Ef ég get unnið Ballon d'Or, fínt, en mitt aðalmarkmið er að vinna Meistardeildina fyrst,“ sagði þessi magnaði heimsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×