Pólitík er mannanna verk Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 18:56 „Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
„Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun