Spóinn var eins og plastskrímsli Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 15:39 Skilaboð Atla Svavarssonar plokkara og barátta gegn plastinu eru nú komin á alþjóðavettvang. fbl/anton brink Atli Svavarsson er íslenskur drengur sem hefur vakið verulega athygli hér á Íslandi, enda hefur hann farið í fararbroddi í plokkaravakningunni, hefur nú vakið athygli á alþjóðavettvangi. Í skýrslu íslenskra stjórnvalda sem Sameinuðu þjóðirnar birta á vef sínum um innleiðingu heimsmarkmiða, er að finna sérstök skilaboð frá Atla. „Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar vitnað er í guttann minn,“ segir Svavar Hávarðsson ritstjóri sem hefur verið hægri hönd sonar síns í plokkinu. Orð Atla í skýrslunni eru eftirtektarverð. En, sjá má mynd af þeim hér neðar.Uppáhalds fugl Atla er spói. Eitt sinn sá hann spóa sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór Atli að gráta.Í lauslegri þýðingu segir Atli að fiskar, fuglar og hvalir éti plast og dýr geti dáið. Hann segist hafa séð myndir af dauðum hvölum og fuglum og það sé hræðilegt. „Eftirlætis fuglinn minn er spói og ég sá einn sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór ég að gráta,“ segir í málsgrein Atla sem finna má í skýrslunni. Svavar vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni, stoltur af syni sínum sem von er. „Því verður ekki neitað að þetta kom skemmtilega á óvart. Ég dreg þá ályktun af þessu að við erum farin að hlusta á börnin okkar og áhyggjur þeirra af framtíðinni. Það er þó ekkert annað en skylda okkar.“ Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. 28. apríl 2019 11:57 Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. 28. apríl 2019 19:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Atli Svavarsson er íslenskur drengur sem hefur vakið verulega athygli hér á Íslandi, enda hefur hann farið í fararbroddi í plokkaravakningunni, hefur nú vakið athygli á alþjóðavettvangi. Í skýrslu íslenskra stjórnvalda sem Sameinuðu þjóðirnar birta á vef sínum um innleiðingu heimsmarkmiða, er að finna sérstök skilaboð frá Atla. „Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar vitnað er í guttann minn,“ segir Svavar Hávarðsson ritstjóri sem hefur verið hægri hönd sonar síns í plokkinu. Orð Atla í skýrslunni eru eftirtektarverð. En, sjá má mynd af þeim hér neðar.Uppáhalds fugl Atla er spói. Eitt sinn sá hann spóa sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór Atli að gráta.Í lauslegri þýðingu segir Atli að fiskar, fuglar og hvalir éti plast og dýr geti dáið. Hann segist hafa séð myndir af dauðum hvölum og fuglum og það sé hræðilegt. „Eftirlætis fuglinn minn er spói og ég sá einn sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór ég að gráta,“ segir í málsgrein Atla sem finna má í skýrslunni. Svavar vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni, stoltur af syni sínum sem von er. „Því verður ekki neitað að þetta kom skemmtilega á óvart. Ég dreg þá ályktun af þessu að við erum farin að hlusta á börnin okkar og áhyggjur þeirra af framtíðinni. Það er þó ekkert annað en skylda okkar.“
Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. 28. apríl 2019 11:57 Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. 28. apríl 2019 19:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. 28. apríl 2019 11:57
Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. 28. apríl 2019 19:45