Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun