Segir forsætisnefnd gjörspillta Elísabet Inga Sigurðardóttir & Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:30 Þórhildur Sunna segist enn vera sömu skoðunar og finnst skrýtið að nefndin rannsaki ekki hvort Ásmundur Friðriksson hafi gerst sekur um refsivert brot. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52