Segir forsætisnefnd gjörspillta Elísabet Inga Sigurðardóttir & Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:30 Þórhildur Sunna segist enn vera sömu skoðunar og finnst skrýtið að nefndin rannsaki ekki hvort Ásmundur Friðriksson hafi gerst sekur um refsivert brot. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum