Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 23:48 Acosta hefur tjáð sig um málið á Twitter og kveðst ánægður að málið skuli vera tekið upp á ný. Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira