Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 14:10 Trump hefur snúið sér að lyklaborðinu enn á ný. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30