Hildur bætist í fámennan hóp Íslendinga í bandarísku kvikmyndaakademíunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Hildur greindi nýlega frá þessu á Twitter en hún hefur hlotið mikið lof undanfarnar vikur eftir sýningu HBO þáttanna Tsjernóbíl. Hildur bætist í hóp Íslendinga sem hafa hlotið boð í akademíuna undanfarin ár. Má þar nefna Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld og Fríðu S. Aradóttur förðungarfræðing sem var boðið sæti árið 2015. Hebu Þórisdóttur förðunarfræðingi var boðið árið 2016 og Atla Örvarssyni tónskáldi árið 2017. Elísabet Rónaldsdóttur kvikmyndaklippara var boðið sæti í fyrra. Hildur þakkaði akademíunni kærlega fyrir boðið á Twitter og sagði um mikinn heiður að ræða. Akademían kýs á hverju ári um hverjir hljóti Óskarsverðlaun. Thank you so much to @TheAcademy! Such an honour! #theacademy #memberoftheacademy #musicbranch #composer pic.twitter.com/tsxivp5qB2— Hildur Gudnadottir (@hildurness) July 7, 2019 Auk þess að semja tónlistina í Tsjernóbíl er hún með tónlistina í kvikmyndinni Joker á borðinu hjá sér. Þá samdi hún tónlistina í framhaldsmyndinni Sicario: Day of the Soldado en Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í fyrri myndinni. Hildur ræddi í útvarpsþættinum Score á dögunum hvernig hún hefði staðið að því að semja tónlistina fyrir Tsjernóbíl. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“ Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tsjernobyl Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Hildur greindi nýlega frá þessu á Twitter en hún hefur hlotið mikið lof undanfarnar vikur eftir sýningu HBO þáttanna Tsjernóbíl. Hildur bætist í hóp Íslendinga sem hafa hlotið boð í akademíuna undanfarin ár. Má þar nefna Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld og Fríðu S. Aradóttur förðungarfræðing sem var boðið sæti árið 2015. Hebu Þórisdóttur förðunarfræðingi var boðið árið 2016 og Atla Örvarssyni tónskáldi árið 2017. Elísabet Rónaldsdóttur kvikmyndaklippara var boðið sæti í fyrra. Hildur þakkaði akademíunni kærlega fyrir boðið á Twitter og sagði um mikinn heiður að ræða. Akademían kýs á hverju ári um hverjir hljóti Óskarsverðlaun. Thank you so much to @TheAcademy! Such an honour! #theacademy #memberoftheacademy #musicbranch #composer pic.twitter.com/tsxivp5qB2— Hildur Gudnadottir (@hildurness) July 7, 2019 Auk þess að semja tónlistina í Tsjernóbíl er hún með tónlistina í kvikmyndinni Joker á borðinu hjá sér. Þá samdi hún tónlistina í framhaldsmyndinni Sicario: Day of the Soldado en Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í fyrri myndinni. Hildur ræddi í útvarpsþættinum Score á dögunum hvernig hún hefði staðið að því að semja tónlistina fyrir Tsjernóbíl. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tsjernobyl Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14
Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31
Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey's End 27. apríl 2018 00:15