Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Arion banka. Hann mun hefja störf með haustinu en um nýtt hlutverk er að ræða innan bankans.
Í tilkynningu frá Arion banka segir að Ásgeir hafi undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kviku banka hf.
Hann var meðlimur í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015 en áður starfaði hann hjá MP banka sem yfirlögfræðingur, hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og hjá Straumi fjárfestingarbanka.
Ásgeir er með lögmannsréttindi og hefur lokið lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík.

