Fljótasta táningsstúlka sögunnar ekki líkleg til að ná bílprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 14:00 Amy Hunt trúði varla tímanum þegar hún kom í mark. Mynd/Twitter/@AmyHunt02 Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér. Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér.
Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira