Langaði í nýja og stærri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre á nýloknu tímabili. Getty/Anthony Dibon Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti