Langaði í nýja og stærri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre á nýloknu tímabili. Getty/Anthony Dibon Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira