Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Kyriakos Mitsotakis virtist afar sáttur við niðurstöðurnar, enda með hreinan meirihluta. Nordicphotos/AFP Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34
Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49